top of page

Ísfirskar bókmenntir


Í athugasemd við færslu gærdagsins skrifar einhver ókunnugur einstaklingur hvort ég geti hugsanlega listað upp „helstu Ísafjarðarbókmenntirnar“. Það er sjálfsagt mál þótt auðvitað verði maður að hafa ákveðinn fyrirvara á því – í fyrsta lagi er bæjarfélögum „úti á landi“ gjarnan gefið nýtt nafn í íslenskum bókmenntum – og þá verður maður að spyrja sig hvort bækur Guðmundar G. Hagalín um lífið í Tangakaupstað fjalli um Ísafjörð eða ekki. Aðrar gerast bara að litlum hluta á svæðinu eða hafa það einhvern veginn í bakgrunni. Ég á litla grein í bók sem kemur út í haust, á vegum verkefnisins Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða, um birtingarmynd Ísafjarðar sem sögusviðs, og þegar ég skrifaði hana gerði ég þennan lista hér að neðan. Sumar gerast bara „á svæðinu“ – ég nota frekar víða skilgreiningu á „Ísafjörður“ sem fær (hæpna en staðgóða) réttlætingu í greininni sjálfri. Á listann vantar svo eitt og annað – margar ljóðabækur t.d. og Íslendingasögur og þvíumlíkt. Af því að listinn var bara gerður mér til hugarhægðar er ekki heldur allt staðfest á honum.


Titill Höfundur Grein Staðsetning Tími

Veður öll válynd (1925) GG Hagalín smásögur Á ekki við Samtími/fortíð

Brennumenn (1927) GG Hagalín skáldsaga Tangakaupstaður Samtími

Kristrún í Hamravík (1933) GG Hagalín skáldsaga Á ekki við Samtími/fortíð

Ljósið í kotinu (1939) Óskar Aðalsteinn skáldsaga Ísafjörður (eða?) Samtími

Grjót og gróður (1941) Óskar Aðalsteinn skáldsaga Ísafjörður (eða?) Samtími

Skáldið á Þröm (1956) Gunnar M. Magnúss æviminningar Ísafjörður Fortíð/sögulegt

Margs verða hjúin vís (1956) Arnrún frá Felli smásögur Sandfjörður/Brimtangi Samtími

Strákarnir sem struku (1957) Böðvar frá Hnífsdal drengjasaga Eyrarfjörður Samtími

Ævintýralegt jólafrí (1958) Böðvar frá Hnífsdal drengjasaga Eyrarfjörður Samtími

Strákar í stórræðum (1959 Böðvar frá Hnífsdal drengjasaga Eyrarfjörður Samtími

Fremstur í flokki (1960) Böðvar frá Hnífsdal drengjasaga Eyrarfjörður Samtími

Segið nú amen, séra Pétur (1975) GG Hagalín skáldsaga Tangakaupstað Samtími (held ég)

Þeir vita það fyrir vestan (1979) GG Hagalín æviminningar Ísafjörður X Fortíð/sögulegt

Ekkert slor (1984) Rúnar Helgi skáldsaga Pláss Samtími

Í flæðarmálinu (1988) Njörður P. Njarðvík smásögur Sleppt (/Fjörðurinn) Fortíð

Múkkinn (1988) Eyvindur P. Eiríksson skáldsaga Sleppt (sýnist mér) Fortíð

Dans í lokuðu herbergi (1989) Elísabet Jökulsdóttir ljóð [Veit ekki] Æviminning

Hafborg (1993) Njörður P. Njarðvík skáldsaga Ísafjörður Fortíð

Landið handan fjarskans (1997) Eyvindur P. Eiríksson skáldsaga [Raunveruleg örnefni] Fortíð

Góðir íslendingar (1998) Huldar Breiðfjörð æviminningar Ísafjörður X Samtími

Stjórnlaus lukka (1998) Auður Jónsdóttir skáldsaga Sleppt Samtími

Þar sem blómið vex

og vatnið fellur (1999) Eyvindur P. Eiríksson skáldsaga [raunveruleg nöfn] Fortíð

Feigðarflan (2005) Rúnar Helgi skáldsaga Ísafjörður Samtími

Himnaríki og helvíti (2007) Jón Kalman skáldsaga Plássið Fortíð

Sjöundi sonurinn (2008) Jón Kalman skáldsaga Ísafjörður Samtími

Harmur englanna (2009) Jón Kalman skáldsaga Plássið Fortíð

Ég man þig (2010) Yrsa Sigurðardóttir skáldsaga Ísafjörður Samtími

Hjarta mannsins (2011) Jón Kalman skáldsaga Plássið Fortíð

Ariasman (2012) Tapio Koivukari skáldsaga Eyri (sennilega) Fortíð

Illska (2012) EÖN skáldsaga Ísafjörður Fortíð

Ósjálfrátt (2012) Auður Jónsdóttir skáldsaga Sleppt Samtími/fortíð

1983 (2013) Eiríkur Guðmundsson skáldsaga Sleppt (held ég) Fortíð

Heimska (2015) EÖN skáldsaga Ísafjörður Framtíð

Útlaginn (2015) Jón Gnarr æviminningar Ísafjörður Fortíð

Ránið á Húnboga Höskuldssyni,

alþingismanni (2016) Ófeigur Drengsson skáldsaga Á ekki við Samtími

Átthagar Herdís M. Hübner æviminningar Ísafjörður Samtími

Flóð H. Hagalín/ B. Thors leikrit Flateyri Fortíð

Þorpið sem svaf (2018) Reynir Traustason smásögur Kvóteyri Fortíð

Eftirbátur (2018) Rúnar Helgi skáldsaga Ísafjörður (held ég) Samtími (heldég)

Hansdætur (2020) Benný Sif skáldsaga Arnarfirði Fortíð

Brúin yfir Tangagötuna (2020) EÖN skáldsaga Ísafjörður Samtími

Grísafjörður (2020) Lóa Hjálmtýs barnabók Ísafjörður Samtími

Sterk (2021) Margrét Tryggva skáldsaga Ísafjörður Samtími

Djúpið (2021) Benný Sif skáldsaga Sleppt (held ég) Fortíð

Ilmreyr (2021) Ólína Þorvarðar skáldsaga Ísafjörður Fortíð

Gratíana (2022) Benný Sif skáldsaga Arnarfjörður Fortíð

Brimhólar (2022) Guðni Elísson skáldsaga sleppt Samtími

Hildur (2022) Satu Rämö skáldsaga Ísafjörður Samtími

Raven's Nest (2022) Sarah Thomas skáldsaga Ísafjörður Samtími


natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page