top of page

Project Name

Oratorek_72pt.jpg

Óratorrek er kraftmikil ljóðabók eftir Eirík Örn Norðdahl sem geymir 23 mælsk og flæðandi ljóð um málefni samtímans, meðal annars „Ljóð um hörmungar“, „Ljóð um fátækt“ og „Ljóð um skýrar kröfur byltingarinnar“.

 

Eiríkur hefur lagt stund á hljóðaljóðlist, myndljóð og kvikljóð, og sent frá sér sjö ljóðabækur. Ljóð hans hafa birst á yfir 20 tungumálum og hann er reglulegur gestur á ljóðahátíðum um víða veröld.

Project Name

fasism löng.jpg

Ú á fasismann – og fleiri ljóð eftir Eirík Örn Norðdahl er einstök myndljóðabók. Hér gefur að líta safn myndljóða þar sem stjórnmál eru beruð fyrir börnum, framtíð bókmennta kortlögð á einfaldan en átakalegan hátt, hér eru myndrænar framburðaæfingar, ljóðræn mótmæli, hvatningaorð til alþýðu svo hvín í svitaholunum, perlur úr ljóðaperlum Jónasar og það sem hetjur Íslendingasagna gætu vel hafa sagt. Byltingin er vissulega ekkert teboð en við skulum samt úa saman á fasismann. Með myndljóðunum fylgja hljóðaljóð á diski sem tekin voru upp í stúdíói Mugisons fyrir vestan – þar sem illt eðli fasismans er tvíundirstrikað og tíundað án afsláttar. Hlustaðu á hann líka ef þú þorir og sannaðu til: Þetta er magnaðri seiður en nokkur partýmúsík sem þú hefur áður prófað.

​

Lestu Ú á fasismann!

Project Name

blandarabrandarar-die-mixerwitze.jpg

Hvernig er heimurinn í laginu? Eins og mannshjarta, eins og lyklaborð, eins og morgunblöð og fréttablöð, eins og dagamunur, fjöll og firnindi. Fjöllin eru gerð úr bókstöfum, bókstafirnir eru gerðir úr rafhlöðum.

​

Lestu Blandarabrandara. 

Project Name

pestir löng.jpg

Bókin sem þú hefur í höndunum hrekkur upp úr sömu helvítis gjótunni og værðarlúsin skreið oní til að búa sér ævikvöldið eftir að hafa tröllriðið veröldinni, gengið af ástríðunum dauðum og síðast sjálfri sér – bókin stekkur upp á velli í fullum herklæðum drykkjumanns sem lærði fag sitt ekki í japanskri fornöld heldur íslensk-amerískum samtíma.

​

Lestu Heimsendapestir

​

​

Project Name

hnefi löng.jpg

Hnefi eða vitstola orð er sjötta ljóðabók höfundar sem einnig hefur gefið út fjórar skáldsögur, Hugsjónadrusluna (2004), Eitur fyrir byrjendur (2006) Gæsku (2009) og Illsku (2012), auk þess að þýða bæði ljóð og skáldverk. Þetta eru ágeng og nokkuð harðneskjuleg ljóð auk þess sem fylgjast má með gengisfimleikum seðlabankans frá því seint árið 2007 og fram á sumar 2013 efst á hverri opnu bókarinnar. Eiríkur Örn Norðdahl hlaut viðurkenningu Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2007 og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem 2008. Fyrir skáldsögu sína Illsku hlaut hann bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana.

Project Name

thjonn-thad-er-fonix-i-oskubakkanum-minum.jpg

Þegar íslensk náttúra er seld útlendingum, hvort sem er í sekknum eða utan hans, þá er oft sagt „stórbrotið land sem enn er í mótun“, en í öfugu hlutfalli við hækkandi hlutabréf íslenskra fjalla, fella og fjarða virðist áhuginn á allri tíð hafa farið dvínandi í Reykjavík, og þá sérstaklega á allri ljóðlistartíð – með öðrum orðum nútíð – og um þessar mundir er einna síst metin að verðleikum öll samtíð sem svipar til nýliðinnar tíðar, enda er öll vindasöm tíð óvinsæl sem rekur hryðjurnar á undan sér, þ.e.a.s. ef menn hafa komið upp á lagið með að láta sér lynda danskt veður. Því rétt eins og Himmelbjerget er ekki fjall, þá er veður engin gósentíð. Nú hafa þjóðernisglaðir íslendingar lengi þurft að kveða í kútinn allar tilraunir Dana til að komast upp með að kalla gulnaða hóla sína og hæðir fjöll – út á það gekk sjálfstæðisbaráttan – en nú er sú tíska skæðari okkar ástkæru ylhýru að hefja upp til skýjanna (já, alveg upp í himinhæðir) þá leiðinda flatneskju í stíl sem kallast „hversdagsleikinn / í einfaldleika sínum / töfrum líkastur“. Nú í þessa tíð þarf eitthvað eins og öxulveldi hins illa, öxul yfir vötnin, öxul sem spannar Ísafjörð, flugstöð Leifs Eiríkssonar og Helsinki City, til að skjóta fallbyssukúlum í hnakkann á hversdagsleikanum, töfrunum og einfaldleikanum. Nú þurfum við hryðjutíð, fellalög og kannski ekki síst hreðjatök, því að þegar kemur að estrógeni, þá sýnir Eiríkur að „less is more“. - Valur Brynjarsson

​

Lestu Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum!

Project Name

nihil-obstat.jpg

Algjörlega sinnulaus um markalínur textategunda, forma og tungumála makar Eiríkur sig við samtímann, glottir við tönn og hlær en stynur ekki.

​

Lestu Nihil Obstat.

Project Name

heilagtstrid.jpg

Fyrsta bókin. Fjölrituð í um 50 eintökum. Þau eru flest týnd og tröllum gefin.

bottom of page