Untitled

Ég lauk við bókina í hádeginu. Ekki alveg í fyrsta skiptið en hugsanlega í síðasta skiptið. Ég á að vísu enn von á einhverjum athugasemdum – en ég var búinn að ákveða að klára þetta endanlega meðan ég væri enn á fertugsaldri og því lýkur víst á sunnudag. Ég pakka saman hérna í Krems á föstudag og fer til Svíþjóðar á laugardag til að fagna afmælinu með fjölskyldunni. Þangað til veit ég ekki alveg hvað ég á af mér að gera. Ég má víst ekki bara fara – hef skylduviðveru hérna, sem writer in residence út mánuðinn. Einhverjum tölvupóstum þarf ég að svara. Kannski er eitthvað að sjá hér í kring. Á morgun er Ísland-Króatía og á hinn er Svíþjóð-Mexíkó. Ég á enn eftir að fá mér vínarsnitsel – ætlaði að gera það áðan en fann ekki réttan stað svo ég frestaði því bara. Ég á líka eftir að fá mér sachertorte. Og hlaupa upp og niður Dóná – ég hef verið ansi duglegur við það.

Ég er enn með slatta af bókum til að lesa – kláraði Wasp Factory eftir Iain Banks í gær (fimm stjörnu skáldverk – en ég veit ekki hvernig hún stenst samtímann) og er að dunda mér í gegnum The Man Who Invented Gender: Engaging the Ideas of John Money eftir Terry Goldie. Mjög áhugaverður maður hann John Money – hetja og skúrkur í senn, einsog ég kom inn á hér, og eftir David Reimer málið hafa allir reynt að hreinsa hendur sínar af honum, en það bara vill til að fingraför hans eru ansi víða og hann hafði mjög mikil áhrif á alla endurskoðun kyngervis á síðari hluta tuttugustu aldar. Meðal annars bara með því að vera þrár – og hafa stundum alveg rækilega á röngu að standa, en koma hugsunum og hugmyndum á hreyfingu.

Ég byrjaði líka að horfa á Masters of Sex seríuna samhliða þessu. Það er óttalegt melódrama og einhvern veginn gengur þeim illa að kjarna nokkuð um vinnu Masters og Johnson – og mér skilst að einkalífið sé að miklu leyti tilbúningur. Rannsóknir þeirra og hugmyndir eru bara notaðar sem bakgrunnur fyrir hvert annað HBO-drama. Fínt sosum.

Auk þess horfði ég á I Think That We Are Alone Now – sem er alveg botninn á tunnunni. Þetta er heimildamynd um tvo furðufugla – annar hverra vill til að er intersex – sem dásama einhverja eitíssöngkonu sem ég hafði aldrei heyrt minnst á og ímynda sér að líf sín verði fullkomin ef þau bara sannfæri hana um að byrja með sér. Þetta er ekki einu sinni sérstaklega áhugaverð innsýn í þráhyggju.

Ma Vie en Rose, frönsk mynd frá 97, var nokkuð skárri. Hún fjallar um ungan strák sem vill vera stelpa og vandræðagang fjölskyldunnar í kringum það. Endirinn er svolítið skrítinn – einsog sé stefnt að hamingjusömum endalokum, og þau eiginlega orkestreruð, en svo eru þau svo half-assed eitthvað að maður dæsir bara. Ætla ekki að kjafta frá þeim samt. En annars líður myndin fyrir að vera svolítið millistéttar.

Svo er ég reyndar búinn að horfa á alveg fáránlega mörg myndbönd um gítara – aðallega á vegum tveggja fígúra sem kalla sig Chappers and the Captain og vinna við að nörda yfir sig. Gítarinn minn varð eftir uppi á vegg á Ísafirði, sem voru ótrúlega stór mistök. Þetta kemur að einhverju leyti í staðinn fyrir gítarrúnkið en ekki nærri nógu mikið.

En í nótt ætla ég allavega að sofa og á morgun ætla ég að fara út í morgunmat – sennilega á afrískan stað að fá mér shakshuku. Veriði blessuð.

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja athygli á bókinni“. En það þýðir ekki að ég megi vanrækja lesandann

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt persónulega með einni einustu nýrri bók við mig og ég heyri en

By this stage of reflection, it seems that, for Aristotle, the value of our reflection on the best life is that it induces a kind of being-unto-death. It creates a fantasy of a release from the ordina

Einlægur Önd_edited.png