top of page

Untitled

Ég lauk við bókina í hádeginu. Ekki alveg í fyrsta skiptið en hugsanlega í síðasta skiptið. Ég á að vísu enn von á einhverjum athugasemdum – en ég var búinn að ákveða að klára þetta endanlega meðan ég væri enn á fertugsaldri og því lýkur víst á sunnudag. Ég pakka saman hérna í Krems á föstudag og fer til Svíþjóðar á laugardag til að fagna afmælinu með fjölskyldunni. Þangað til veit ég ekki alveg hvað ég á af mér að gera. Ég má víst ekki bara fara – hef skylduviðveru hérna, sem writer in residence út mánuðinn. Einhverjum tölvupóstum þarf ég að svara. Kannski er eitthvað að sjá hér í kring. Á morgun er Ísland-Króatía og á hinn er Svíþjóð-Mexíkó. Ég á enn eftir að fá mér vínarsnitsel – ætlaði að gera það áðan en fann ekki réttan stað svo ég frestaði því bara. Ég á líka eftir að fá mér sachertorte. Og hlaupa upp og niður Dóná – ég hef verið ansi duglegur við það.

Ég er enn með slatta af bókum til að lesa – kláraði Wasp Factory eftir Iain Banks í gær (fimm stjörnu skáldverk – en ég veit ekki hvernig hún stenst samtímann) og er að dunda mér í gegnum The Man Who Invented Gender: Engaging the Ideas of John Money eftir Terry Goldie. Mjög áhugaverður maður hann John Money – hetja og skúrkur í senn, einsog ég kom inn á hér, og eftir David Reimer málið hafa allir reynt að hreinsa hendur sínar af honum, en það bara vill til að fingraför hans eru ansi víða og hann hafði mjög mikil áhrif á alla endurskoðun kyngervis á síðari hluta tuttugustu aldar. Meðal annars bara með því að vera þrár – og hafa stundum alveg rækilega á röngu að standa, en koma hugsunum og hugmyndum á hreyfingu.

Ég byrjaði líka að horfa á Masters of Sex seríuna samhliða þessu. Það er óttalegt melódrama og einhvern veginn gengur þeim illa að kjarna nokkuð um vinnu Masters og Johnson – og mér skilst að einkalífið sé að miklu leyti tilbúningur. Rannsóknir þeirra og hugmyndir eru bara notaðar sem bakgrunnur fyrir hvert annað HBO-drama. Fínt sosum.

Auk þess horfði ég á I Think That We Are Alone Now – sem er alveg botninn á tunnunni. Þetta er heimildamynd um tvo furðufugla – annar hverra vill til að er intersex – sem dásama einhverja eitíssöngkonu sem ég hafði aldrei heyrt minnst á og ímynda sér að líf sín verði fullkomin ef þau bara sannfæri hana um að byrja með sér. Þetta er ekki einu sinni sérstaklega áhugaverð innsýn í þráhyggju.

Ma Vie en Rose, frönsk mynd frá 97, var nokkuð skárri. Hún fjallar um ungan strák sem vill vera stelpa og vandræðagang fjölskyldunnar í kringum það. Endirinn er svolítið skrítinn – einsog sé stefnt að hamingjusömum endalokum, og þau eiginlega orkestreruð, en svo eru þau svo half-assed eitthvað að maður dæsir bara. Ætla ekki að kjafta frá þeim samt. En annars líður myndin fyrir að vera svolítið millistéttar.

Svo er ég reyndar búinn að horfa á alveg fáránlega mörg myndbönd um gítara – aðallega á vegum tveggja fígúra sem kalla sig Chappers and the Captain og vinna við að nörda yfir sig. Gítarinn minn varð eftir uppi á vegg á Ísafirði, sem voru ótrúlega stór mistök. Þetta kemur að einhverju leyti í staðinn fyrir gítarrúnkið en ekki nærri nógu mikið.

En í nótt ætla ég allavega að sofa og á morgun ætla ég að fara út í morgunmat – sennilega á afrískan stað að fá mér shakshuku. Veriði blessuð.

Recent Posts

See All

Untitled

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja athygli á bókinni“. En það þýðir ekki að ég megi vanrækja lesandann

Untitled

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt persónulega með einni einustu nýrri bók við mig og ég heyri en

natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page