Untitled

Það þyrfti eiginlega að gera sér Wikipediu fyrir allt fræga og semí-fræga fólkið sem hefur verið sakað um kynferðisbrot. Og einhvers konar FIFA styrkleikalista. Þetta er löngu hætt að rúmast í heilanum á mér. Ég vil vita hvar Orri í Sigur Rós stendur í samanburði við Louis CK og Asiu Argento. Hver er verri – Cosby eða Weinstein?  Og stigunum fylgdu þá samræmdar refsingar. X mörg stig og þá máttu ekki koma fram opinberlega lengur. Og svo geturðu kannski unnið af þér  með yfirbótum – lækkað á listanum og fengið að tromma aftur, svo fremi það sé ekki í frægri hljómsveit. Aldrei tromma fyrir fleiri en 150 manns í einu. Aldrei segja brandara við fleiri en 40. Bara á sérstökum skemmtistöðum með þartilgert leyfi þar sem er skýrt og skilmerkilega auglýst að maður geti átt von á því að triggerast, þar gangi pervertarnir lausir í myrkrinu.

***

En svona í alvöru. Þetta er kannski svolítið moggabloggslegt teik á alvarlegum hlut. Ég biðst forláts, ég er búinn að drekka of mikið kaffi/ekki búinn að sofa nóg/það er í mér einhver galsi/ aðrar viðhlítandi afsakanir. En eftir stendur að það vantar einhvers konar kerfi sem ákvarðar sekt, sakleysi, refsingu og tímaramma refsingar. Tímalaus útskúfun er nefnilega bæði óvenjuleg og grimmileg refsing. Svona félagslegt waterboarding. Ég nenni ekki að taka þátt í samfélagi sem ætlar bara aldrei að fyrirgefa neitt.

Og svo þarf að vera rými fyrir að einhverjum finnist einhver kall ógeðslegur – vegna fortíðar hans – án þess að hann sé samfélagslega óæskileg mannvera. Samfélagsleg fyrirgefning er ekki það sama og að allir hafi ákveðið að einhver sé núna (aftur) frábær. Einhvers staðar ákveður samfélagið að þetta sé komið gott – Louis CK megi koma fram, vilji einhver hleypa honum upp á svið, án þess að New York Times þurfi að fara á hliðina í hvert sinn. Og samt sé fullt af fólki úti í bæ sem segi bara oj, nei, ég ætla ekki að mæta. Er það ekki bara alltílagi?

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja athygli á bókinni“. En það þýðir ekki að ég megi vanrækja lesandann

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt persónulega með einni einustu nýrri bók við mig og ég heyri en

By this stage of reflection, it seems that, for Aristotle, the value of our reflection on the best life is that it induces a kind of being-unto-death. It creates a fantasy of a release from the ordina

Einlægur Önd_edited.png