Tilvitnun vikunnar

Hans Blær reif síðustu þrjár arkirnar af klósettrúllunni, skeindi sig, sparkaði af sér nærbuxunum og stóð á fætur. Í augnablik stóð hán svo bara og dáðist að sér nöktu í speglinum – þessum líka líkama, blessun að vera þetta undur, hán blakaði nasavængjunum, þandi brjóstkassann svo fast að hán óttaðist að það kæmi sprunga í hann, lyfti upp brjóstunum með lófunum, stóð gleitt og gerði heiðarlega tilraun til þess að stara sína eigin spegilmynd í duftið – flýtti sér síðan í gallabuxurnar og hettupeysuna sem hán hafði kippt með sér að heiman. Hán var ekki í neinum nærbol, skildi skítugar naríurnar eftir á gólfinu ásamt náttsloppnum, og hán var berfætt í Birkenstock-klossunum þegar hán þrammaði út af bensínstöðinni. Klukkan var rétt að verða hálfátta að morgni 26. október, síðasta dags haustsins, og það spáði stórhríð með kvöldinu. Hán hóaði í leigubíl.

Hans Blær – Eiríkur Örn Norðdahl

2 views0 comments

Recent Posts

See All

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja athygli á bókinni“. En það þýðir ekki að ég megi vanrækja lesandann

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt persónulega með einni einustu nýrri bók við mig og ég heyri en

By this stage of reflection, it seems that, for Aristotle, the value of our reflection on the best life is that it induces a kind of being-unto-death. It creates a fantasy of a release from the ordina

Einlægur Önd_edited.png