top of page

Ekki klám

Í gær eða fyrradag gengum við framhjá einfættum manni á handdrifnu reiðhjóli og Aram spurði mig hvort ég hefði séð hann (þetta er samt langt í frá fyrsti einfætti maðurinn sem við sjáum). Fyrren varir var ég farinn að útskýra fyrir honum eitt og annað um jarðsprengjur og hernað – við höfum að vísu nokkrum sinnum talað stuttlega um Víetnamstríðið (sem Aram kallaði fyrst þorskastríðið og ég skildi ekkert hvað hann var að spyrja út í – nú kemur þorskastríðið alltaf líka til tals þegar við ræðum Víetnamstríðið). Sjálfsagt er aldrei gaman að segja neinum frá jarðsprengjum sem hefur ekki nógu grimmilegt ímyndunarafl til að láta sér detta slíkt í hug, en það er áreiðanlega líka svolítið annað að útskýra fyrir barni jarðsprengjur í landi þar sem enn er mikið um fólk sem er einfætt fyrir þeirra sakir – þótt stríðinu hafi lokið löngu áður en ég fæddist. Ekki mikið stríðsklám í því, eiginlega, heldur eitthvað miklu hversdagslegra.

natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page