top of page

Að drepa útlendinga


Finnar ætla víst að fara að meina Rússum inngöngu í landið. Síðustu daga hafa tugir ef ekki hundruð þúsunda karlmanna á herskyldualdri yfirgefið landið (ég hef séð tölur á bilinu 70-266 þúsund). Augljósasta leiðin úr landi þessa dagana er yfir finnsku landamærin. Mér skilst að Rússar eigi enn að geta sótt um hæli en ég átta mig ekki á því hvað það þýðir – hvort maður fái þá hæli ef maður er bara að reyna að komast undan herskyldu. Mér finnst ekki ósennilegt að Finnar óttist að með þessum hersingum komi óæskileg öfl – annað hvort á vegum Pútíns eða bara ribbaldar. Saga Rússlands og Finnlands er erfið og það grassera hræðilegir fordómar í Finnlandi gagnvart Rússum – ekki bara Pútín, heldur rússnesku þjóðinni sem slíkri. Þetta eru engar vinaþjóðir.


Mér finnst herskylda hræðileg. Mér finnst hún líka hræðileg í Úkraínu, þótt aðstæður þar séu skiljanlegri. Að það sé ekki almennt skilgreint sem mannréttindabrot eða stríðsglæpur að skylda fólk til þess að drepa aðra. Einsog það sé ekki nógu vont að fólk drepi aðra sjálfviljugt?

natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page