Untitled

The art world, you may be shocked to learn, is underwritten by bankers and industrialists. The Hollywood studios are hotbeds of corporate greed. The masterpieces of Renaissance painting and sculpture were enabled by the patronage of corrupt popes and ruthless princes. The European novel arose as the looking glass and plaything of a vain and entitled bourgeoisie in an age of brutal colonial adventurism. The ancient marvels stuffed into Western museums from Berlin to Los Angeles were snatched from poor or militarily unlucky countries by imperial raiding parties, and the treasures themselves were more often than not artifacts of despotism and superstition. The objectification of women, the glorification of illegitimate power, the dehumanization of the Other—it all hangs seductively and poisonously before our eyes. If we adjust our perspective—or correct our naïve vision with properly skeptical lenses—we will see that what we have taken for beauty is really the afterimage of cruelty, inequality, intolerance, sexism, and greed.

Úr Better Living Through Criticism: How to Think about Art, Pleasure, Beauty and Truth eftir A. O. Scott

Í síðustu viku stóð samfélaginu ógn af því að börn læsu bækur Helga Jónssonar – af því í þeim er fjallað um kynferðisofbeldi (og ég sem hélt við værum alltaf að reyna að „opna umræðuna“ – en það er kannski ekki öllum boðið), og vegna þess að þær eru lélegar. Nú stendur samfélaginu ógn af því að börn lesi Engla alheimsins eftir Einar Má af því lýsingarnar þar á aðbúnaði geðsjúkra eru úreldar og þeir sem þær lesa því haldnir alls konar ranghugmyndum um Klepp.

Minn skilningur á krafti bókmennta hefur reyndar alltaf falið í sér að þær geti verið alveg hryllilega mannskemmjandi. Að þær geti allt eins brotið okkur niður og haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt – og reyndar, að það séu oft helst bækurnar sem ætla ekki að gera neinum illt, heldur þvert á móti, vilja vel, sem fari verst með okkur. Og þá sé ekki heldur endilega samasemmerki milli þess að þær séu illa skrifaðar eða léleg bókmenntaverk. Sennilega eru bækur af þessu tagi verri eftir því sem þær eru betri bókmenntaverk, í merkingunni kraftmeiri. Annars eru ægilegir fordómar í flestum bókum – það þarf ekki annað en að skoða hvernig skrifað er um íslensk þorp og smábæi í skáldsögum, þar sem allir eru þröngsýnir alkohólistar með nefið ofan í hvers manns koppi og minnimáttar verða alltaf út undan. Eða  yfirlætisleg sveitarómantíkin – vemmilegt nostalgíukast hins tilfinningasama menntamanns. Allar kvenpersónurnar sem gera ekki annað en dæsa af aðdáun á sínum mönnum – ef þær eru þá ekki fláráðar druslur. Og svo framvegis og svo framvegis.

En það er ekki beinlínis það sem ég er að meina. Bækur geta verið góðar – vel skrifaðar og mannbætandi – þrátt fyrir að vera börn síns tíma eða dálítið siðferðislega villuráfandi (eiginlega hef ég litla trú á höfundum sem leyfa sér ekki dálítið siðferðislegt villuráf – annað er til marks um oftrú á siðferðislegt yfirvald hvers tíma). Það er eitthvað annað. Kannski að ég eigi við einfeldnislegan hugsunarhátt sem dulbýr sig sem eitthvað meira – þunnildi sem tekst að sannfæra lesanda sinn (eða samfélag lesenda) um að hér sé gríðarlega mikil speki á ferðinni sem verði að taka alvarlega, þegar manni ætti að vera ljóst – ef maður gerði sér far um að skoða það og þyrði að fara gegn hersingunni sem segir til tískustrauma – að svo er alls ekki. Þar með er einsog hugsun mannsins – ekki höfundarins, heldur samfélagsins – hafi verið færð niður um bekk. Standardinn lækkaður. Í næsta prófi þarf maður ekki að fá nema 4 til að ná.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png