Untitled

Raunir mínar halda bara áfram. Eða á þeim finnst a.m.k. engin lausn. Mér gengur ekkert í samningaviðræðum við Frakkana um hvernig sé best að koma mér til Parísar á laugardagsmorguninn. Ég á flug frá Þrándheimi til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar – ég er augljóslega í Lillehammer en ekki Þrándheimi, en gæti reddað mér til Kaupmannahafnar áður en vélin þaðan fer, en vantar mest að fá staðfestingu á að ég geti farið um borð í vélina þar, ef ég var ekki í vélinni frá Þrándheimi. En Frakkarnir svara mér ekki með neinu nema einhverju röfli um að þetta sé mjög, mjög flókið.

***

Í ofanálag finn ég ekki matarmiðana mína – eða þeir voru ekki í umslaginu sem ég fékk – og hótelið er bókað einni nótt of lítið. Ég fer á laugardag en hótelið er bara bókað fram á föstudag.

***

Við Sjón og Ása hans vorum samferða frá BSÍ; mest samt eiginlega samtíða á Joe & The Juice á Gardermoen.

***

Annars eru vinir mínir ekkert komnir til Lillehammer. Þeir koma á morgun. Og samstarfsmenn mínir. Ég er að fara að taka þátt í lokuðum bókmenntasalon hér í einhverju bakherbergi. Ég fékk kål – norska kjötsúpu – í kvöldmat.

***

Ég hef alltof miklar áhyggjur af þessum flugmálum.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png