top of page

Untitled

Ég gerði jóga núna á hótelherberginu mínu eftir morgunverð og ætlaði að fara í sturtu þegar ég var búinn. Og rétt þegar ég var að stíga upp í sturtukarið rann það upp fyrir mér. Ég fór í sturtu í nótt. Ég vaknaði, var viss um að það væri kominn dagur, skellti mér í sturtu og ég man ég var mjög ringlaður og átti í mestu vandræðum með að stilla hitann á vatninu. Svo kom ég fram úr, þurrkaði mér og leit á klukkuna sem var 5 að nóttu. Ég fór bara aftur að sofa.

***

Einu sinni gerði ég jóga daglega. Ég þarf að taka þann sið upp aftur.

***

Ég hef tekið ákvörðun um Frakklandsförina. Ég kaupi mér rútuferð norður til Þrándheims og eyði þar svefnlausri nótt á flugvellinum til að ná 6.00 fluginu til Kaupmannahafnar og fer svo þaðan til Parísar. So be it. Frakkarnir voru alveg vonlausir þegar kom að því að breyta fluginu, gegn gjaldi eður ei, röfluðu bara fram og til baka um að það væri augljóslega mjög flókið, þeir hefðu ofsalega mikið að gera, og þeir vissu ekki hvað þeir ættu til bragðs að taka. Ég hef kannast við að það geti kostað peninga að breyta flugmiðum og sé jafnvel stundum mjög dýrt. En ég hef aldrei áður lent í að sjálf tilhugsunin vaxi mönnum svo yfir höfuð að það reynist ómögulegt.

***

Ferðaáætlunin mín er þá sirka svona. Föstudagur: Lillehammer, sirka 16-17, rúta til Þrándheims sem kemur sirka 23-00. Nótt á flugvelli. Þrándheimur: 06.00 – Kaupmannahöfn 07.35 Kaupmannahöfn 08.25 – París 10.20 París CDG 14.49 – Rennes 17.47 Rennes 18.30 – Saint Malo 19.30 Sofa.

***

Svona 26-27 tíma ferð. Það versta er eiginlega að þetta eru allt svo stuttir leggir að það er hæpið að ég nái nokkuð að sofa. Það er gott að ég er ekki nema tvítugur og þetta verður því ekkert mál.

natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page