Untitled

Við flugum frá Íslandi til Stokkhólms og komum til Helsinki með bátnum í morgun. Þessi morgunflug eru alger draumur og mikið sem sætin í flugvélum WOWAir eru dásamleg.

***

Á morgun eru það Guns N’ Roses í Hämeenlinna. Og afmælið mitt.

***

Í gær átum við hádegismat með tengdaföður mínum í Nacka, gegnt borði þar sem Britney Spears sat einu sinni og át grísanoisette fyrir 75 sænskar krónur, að því er fram kom í innrammaðri frétt á vegnum.

***

Eftir matinn ræddi tengdafaðir minn um áhyggjur sínar af íslamíseringunni, sem ætti að róa huga allra sem telja að „þessi málefni“ séu ekki til umræðu í Svíþjóð. Hann samþykkti að vísu að tölfræðilega líklegra væri að hann yrði fyrir myntugrænum Moskvíts gangandi á höndum á hjólabraut í Sundsvall – og bílstjórinn væri með áunna sykursýki – en að hann yrði drepinn af hryðjuverkamanni. Og þurfti ekki miklar fortölur til.

***

Nú fer vel um okkur í íbúð vinafólks okkar í Maunula. Þau stungu að vísu af til Tékklands rétt í þessu og verður saknað.

***

Það er stundum sagt að listamenn verði að búa yfir sérstaklega mikilli sjálfsgagnrýni. Það held ég að sé í sjálfu sér alveg satt, en að sama marki er satt að fólk sem býr yfir sérstaklega mikilli sjálfsgagnrýni verður aldrei listamenn. Það rústar ferli sínum sjálft áður en hann er einu sinni hafinn. Það verður þá a.m.k. að fylgja með mjög mikið úthald fyrir sjálfsgagnrýni. Því ekki losnar maður við endalaust innra röflið í sjálfum sér.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png