Untitled

http://kolbrunarskald.tumblr.com/post/146802413469/birthday-spoils-bowler-20

Þetta er nýi hatturinn, same as the old hatturinn í einhverjum skilningi, en í öðrum skilningi svo nýr. Það er ekki brún á barði þessa, til dæmis, og kúlan er öðruvísi í laginu – ekki jafn kúlulaga. Ef þið viljið velta muninum eitthvað nánar fyrir ykkur getið þið farið inn á hattabloggið mitt. Gamli var orðinn mjög lúinn eftir daglega notkun í um þrjú og hálft ár – bæði stormavetur á Vestfjörðum og sólina í Hoi An. Í Hoi An bráðnaði meira að segja límið sem hélt fóðrinu í kúpunni svo það leit næstum út einsog sjálft fóðrið væri byrjað að mygla.

Við gengum um í dag feðgarnir hvor með sinn kúluhattinn í sólinni í Helsinki. Ásamt hattlausum mæðgum. Hittum fyrst gamlan ítalskan vin á leikvelli ásamt fjölskyldu hans og svo Kára Tulinius, Vilju-Tuuliu og þeirra Kasper í almenningsgarði í Käpylä. Í þessum garði var meðal annars Tuk Tuk matar„trukkur“ þar sem við fengum tælenskan hádegisverð á um þúsundkall fyrir skammtinn; í eftirrétt var ís úr gamaldags Lippakioski sem kostaði staka evru. Í garðinum var líka skransali sem seldi okkur spidermankall fyrir valfrjálsa upphæð og gamlir vinir mínir, Anu og Sulevi, sem eitt sinn voru atvinnudansarar en tjáðu mér að þau hefðu gefist upp á danslífinu – hún er komin í verkfræðinám og hann er að læra forritun.

Huotarinen/Tulinius fjölskyldan bauð síðan upp á kaffi og kanelsnúða heima hjá sér. Ég var harðákveðinn í að komast út að hlaupa hafandi eitt gærdeginum í Tívolí étandi kandífloss, djúpsteiktar rækjupylsur og ís – og ekki hreyft mig nema sem nemur örvuðum hjartslætti í rússíbönum (mér tókst að draga Aram með mér í alla sem hann mátti fara í). Ég er að verða spikfeitur. Þau hin – N&A&A – ætluðu á Gay Pride en afréðu á endanum að sleppa því, enda klukkan orðin margt, og komu þess í stað heim til að spila spil. Við átum afganga í kvöldmat. Það var gott.

http://kolbrunarskald.tumblr.com/post/146811733229/old-man-with-new-hat-vs-young-man-with-old-hat

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png