Vort daglega brauð

Vantar mig ekki meira kaffi áður en ég fer að skrifa eitthvað? Augnablik.

***

Komið.

Ég er ennþá svona hægur. Veðrið er ennþá einsog það er. Aram er að fara til Bandaríkjanna á mánudag og Nadja og Aino ætla að fara með hann suður – sú yngri á þrjá miða á Matthildi en sú eldri gjafakort í lúxusnudd, hvorutveggja jólagjafir. En veðrið er einsog það er og ég er næstum farinn að halda að það fari enginn neitt. Það snjóar og snjóar og snjóar. Svona er þetta líka í bókinni minni – maður á aldrei að skrifa neitt sem maður vill ekki að gerist.

Ég nefndi þetta við Nödju og mömmu í morgun – mamma kemur alltaf við og fylgir krökkunum þessa tvo metra sem eru í skólann – þær hafa báðar lesið bókina. Þá sneri Aino sér að mér og bað mig að skrifa sól og blíðu – og hún sagði það einsog þetta væri vísindalega sannað, að það sem ég skrifaði yrði satt, en ekki kæruleysisleg þvæla hálfvaknaðs mikilmennskubrjálæðings.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png