top of page

Uppákomur á næstunni (uppfært 16. nóv)


Ég hef eitthvað verið að reyna að skipuleggja upplestra á næstu vikum. Þetta er það sem er komið.



Ásamt Guðlaugu Jónsdóttur (Diddu) – sem skrifaði Í huganum heim. 29. október: Bókakaffið í Bolungarvík Klukkan 20. 30. október: Gamla bókabúðin á Flateyri. Klukkan 15. 4. nóvember: Simbahöllin á Þingeyri. Klukkan 20. 5. nóvember: Bókhlaðan (Eymundsson) á Ísafirði. Klukkan 17. 6. nóvember: Hópið, Tálknafirði. Klukkan 16. 8. nóvember: Upplestur í Tónlistarskóla Ísafjarðar með hljómsveitinni Sjökvist. 12-13. nóvember verð ég að lesa ljóð í Bratislava – á Ars Poetica hátíðinni (sem kemur fyrir í mýflugumynd í Einlægum Endi, reyndar).



Vikuna þar á eftir verð ég í Reykjavík.


AFLÝST 17. nóvember – Bókakonfekt Forlagsins (sennilega í Rúblunni á Laugavegi 18 – gæti trúað að það byrji 21)


AFLÝST 20. nóvember – Bókamessan í Reykjavík. Ég verð við afgreiðslu í bás Forlagsins frá 16-17 og tilvalið að mæta ef maður t.d. vill fá áritun eða eitthvað.


FÆRT Á NETIÐ 20. nóvember á Bókamessunni í Reykjavík - panell með Fríðu Ísberg. „Rithöfundarnir Fríða Ísberg og Eiríkur Örn Norðdahl ræða nýútkomnar skáldsögur sínar, Merkingu og Einlægur Önd, sem hvor á sinn hátt fjallar um samspil útskúfunar, skammar, sektar og sakleysis.“ Kl. 15.00 í Rímu.


25. nóvember – Höfn í Hornafirði. Þar verð ég í fögrum félagsskap kollega minna. Nánar um þetta síðar.


27. nóvember – Opin bók á Ísafirði – einnig í fögrum félagsskap.


2. desember: Jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar. 19.45


10. desember – Útgáfuhófið. Þarna ætla ég að binda endahnút á jólabókaflóðið, fyrir mína parta. Það verður í Dokkunni á Ísafirði. Boðið verður upp á einhvers konar tónlistarskemmtun, a.m.k. eina ritlistaræfingu, dálítið af fríum bjór og svo er útlit fyrir að bróðurpartur gesta fái að taka heim með sér baðönd og hugsanlega líka múrstein. En það er allt í skoðun.

natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page