Untitled

Á Reykjavíkurflugvelli.

– Mamma, sjáðu manninn, hann er alveg einsog pabbi hennar Ainoar. – Þetta er pabbi hennar Ainoar.

***

Það hvarflaði reyndar að mér í augnablik – ég var dálítið rykaður eftir bratta nótt – að þetta væri rétt hjá stúlkunni og rangt hjá móðurinni, ég væri eiginlega meira einsog ég sjálfur en ég væri í raun ég sjálfur.

***

Nú er ég kominn heim og þá er viðbúið að ég snúi aftur í þennan draug, þessa eftirlíkingu mína, von bráðar.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png