Untitled

Ingi Björn gaf mér svo reykt viskí í gærkvöldi að í dag líður mér einsog vel hengdu kofalæri. Átti mjög gott kvöld með honum og Halli Karli listmálara. Vorum fjarska menningarlegir, drukkum kokteila og jólabjór, fórum á ball, spiluðum pool, horfðum á alvöru slagsmál – alveg fjall af fólki veltast um í snjónum í sparifötunum, sögðum sögur og töluðum um dauðarokk, köntrí og fornminjar.

***

Þeir sem „koma hreint fram“ og segja börnunum sínum að jólasveinarnir séu ekki til eru ekki bara sálarlausir heldur hatast þeir við skáldskapinn sem slíkan, hatast við töfra og sögur og ljóð og hinn eina raunverulega sannleika sem liggur handan alls þessa mælanlega kjaftæðis.

***

Og nú er ég farinn í bólið.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png