Untitled

507

Hún eygir Fugl – hún hlær – hún leggst flöt – og skríður – hún hleypur án fótasjónar – augu hennar stækka í Knetti –

Kjálkar hennar bærast – vipra – svangir – Tennur hennar standast varla – hún stekkur, en Þröstur stökk á undan – ah, Kisulóra, úr Sandinum,

Vonirnar svo safaríkar þroskast – Þér fenguð nærri tungu yðar baðað – þegar Alsælan afhjúpaði hundrað Tær – og flúði með þær allar.

Emily Dickinson

***

Hún hefði orðið 187 ára í gær, hefði hún lifað, og hefði þá – það best ég veit – verið elsta kona í heimi. Hún lést hins vegar 56 ára, fyrir langalöngu, í maí.

***

Þið afsakið annars frjálslega þýðinguna – ég lét formið eiginlega alveg eiga sig. Ég er ekki viss um að þetta þyki eitt af mikilfenglegri ljóðum hennar – hálfgerð barnavísa um kött á veiðum – mér þykir það skemmtilega holdlegt einhvern veginn. Það dregur að vísu dálítið úr því á íslensku („her eyes increase to Balls“ og „ah, Pussy, of the Sand“) en það hefði verið fulllangt gengið að þýða þá aukmerkingu fasta inn í textann.

***

Og kannski er þessi klúri „he he“ lestur minn bara einhver afleiðing af því að hafa verið í hausnum á Bon Scott of lengi. Ég skal ekki segja.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png