Untitled

On today’s market, we find a whole series of products deprived of their malignant property: coffee without caffeine, cream without fat, beer without alcohol… And the list goes on: what about virtual sex as sex without sex, the Colin Powell doctrine of warfare with no casualties (on our side, of course) as warfare without warfare, the contemporary redefinition of politics as the art of expert administration as politics without politics, up to today’s tolerant liberal multiculturalism as an experience of Other deprived of its Otherness (the idealized Other who dances fascinating dances and has an ecologically sound holistic approach to reality, while features like wife beating remain out of sight)? Virtual Reality simply generalizes this procedure of offering a product deprived of its substance: it provides reality itself deprived of its substance – in the same way decaffeinated coffee smells and tastes like the real coffee without being the real one, Virtual Reality is experienced as reality without being one. Is this not the attitude of today’s hedonistic Last Man? Everything is permitted, you can enjoy everything, BUT deprived of its substance which makes it dangerous.

***

Hún kemur aftur og aftur upp í hugann á mér þessi tilvitnun. Í Zizek. Ég þurfti að fara og slá henni upp og uppgötvaði auðvitað að málglaði slóveninn hafði sagt þetta á ótal vegu í ótal bókum og þurfti alveg svolítið átak að velja réttu tilvitnunina.

***

Ég hef staðið mig að því síðustu misserin að biðjast ævinlega afsökunar þegar ég vitna í Zizek. Ég er ekkert æðislega vel lesinn í honum, frekar en flestum öðrum heimspekingum, en hann á nokkur augnablik – einsog þetta – sem mér finnst þægilegt að vísa til, þar sem hann nístir eitthvað í sundur svo hlutar þess virðast sannari en áður. Samband mitt við hann er þannig svipað og samband mitt við Wittgenstein eða Kierkegaard – þegar ég les þá les ég þá einsog „hverjar aðrar bókmenntir“. Wittgenstein, sem virðist einna minnst ljóðrænn við fyrstu sýn – í það minnsta fyrir þeim sem halda fast í að ljóðlistin sé fyrst og fremst eltingur við myndlíkingar – er ljóðskáldið (Kierkegaard, sem drekkir öllu í myndlíkingum, er hins vegar svona sóttheitur prósaisti, trúir á allt meðan Wittgenstein trúir bara á tungumálið og hafnar því í senn, umfaðmar mótsagnirnar að tilskipan Whitmans).

***

En nú er ég kominn út fyrir efnið (ég er lasinn, rúmliggjandi). Það er búið að fussa svo mikið yfir Zizek við mig – yfirleitt án málalenginga, maðurinn sé bara fífl, heimskur orðhákur, fullur af mannfyrirlitningu and so on and so forth – að ég er farinn að hafa þennan formála á: Afsakið að ég skuli vitna í Zizek, en þetta hérna sem hann sagði einu sinni er samt dálítið glúrið.

***

Ég hef átt fleiri svona fígúrur sem mér þykir vænt um en þykja ekki nógu fínar – oft held ég hreinlega vegna þess að þær ná breiðari skírskotun. Það er ómögulegt að eiga sér eftirlætis heimspeking þegar heimski frændi manns á Stöðvarfirði er farinn að vitna í Pervert’s Guide to the Cinema og halda þar með að hann viti eitthvað. Ginsberg fær oft þessa meðferð líka, Bukowski enn verri – ótal, ótal kvenhöfundar hafa fengið þessa meðferð í gegnum tíðina, að þær séu of léttvægar, of miklir bullukollar, án þess að það sé nokkru sinni útskýrt frekar.

***

Í sjálfu sér er afstaðan ókei. En þetta hvernig henni er komið á framfæri við mann er rannsóknarefni. Zizek fór með himinskautum fyrir rúmum áratug og allir sem vildu þykja snjallir vitnuðu í hann fram og til baka og sögðu af honum sögur. En svo byrjaði fólk skyndilega bara að fussa. Og það var það, einsog þeir segja í ameríku. Mér hefur aldrei verið sagt beint út að ég ætti að skammast mín fyrir að vitna í svona mikið fífl, og þaðan af síður hvers vegna hann sé svona mikið fífl eða ég ætti að skammast mín, það bara gerðist. Mig grunar að það sé klósetttalið, eða fistingatalið – og líka einhvers konar þreyta, maðurinn er þindarlaus og hann á ekki marga gíra, allir brandararnir hans enda á sömu pönslínunni („Stalín!“) Eða síníkin – sem er ekki mannhatur, þaðan af síður raunar.

***

Hvað um það. Einn af öðrum byrjuðu trendsetterar intelektúalismans að snúa við honum baki og nú fyrirverð ég mig fyrir að vitna í þetta hérna, einsog þetta sé eitthvað sem skipti máli, útskýri eitthvað, frekar en hver önnur fimmtán ára gömul tískudella.

***

Sjálfur er ég svo lengi af stað í heimspekinni. Ég var enn að mana mig upp í að byrja almennilega á Zizek þegar þetta gerðist. Hef megnið af minni heimspekiþekkingu (sem er ekki mikil) frá vinum mínum sem lærðu fagið.

***

Voðalegt annars að vera svona viðkvæmur fyrir tískustraumum sem gerast fyrst og fremst í höfðinu á öðrum, og á fussandi vörum þeirra auðvitað.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png