Untitled

Leiðrétting. Því var haldið fram hér á sínum tíma að ef Dustin Hoffman væri sekur um allt sem hann er sakaður um væri hann sennilega saklausasti maður á jörðu. Síðan þá hefur hann verið sakaður um fleira. Ef hann er sekur um allt sem hann er sakaður um er hann sennilega ekki allra saklausastur. Fjallabaksleiðin er hins vegar miður sín – gersamlega viðutan af hryllingi og sorg – yfir þeim fréttum að Gene Simmons, sá mæti herramaður, hafi óumbeðinn lagt hönd sína á hné útvarpskonu og viðhaft kynferðisleg ummæli við hana.

***

Gene Simmons í sínu náttúrulega umhverfi.


***

Annars er allt gott að frétta. Fátt að frétta en gott að frétta. Jólaundirbúningur í gangi. Búinn að grafa lax og leggja inn síld að hætti Læknisins í eldhúsinu og ætla að elda andalæri og súkkulaðibúðing að hætti Nönnu Rögnvaldar – en get ekki fyrir mitt litla líf gert upp við mig hvort ég eigi að þrífa að hætti Sólrúnar Diego eða Sigrúnar Sigurpáls. Ég er búinn að hala niður snapchat appinu en veit ekki hvort mér gefst tími til að kynna mér þetta í þaula í tæka tíð.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png