Untitled

Ég áttaði mig á því seint í gærkvöldi að sennilega minnti Millilending Jónasar Reynis mig á Mike Leigh bíómyndina Naked (hún er öll á YouTube).

***

***

Nema minna brútal. Ekki endilega með meiri von – kannski jafnvel vonlausari. Persónurnar í Millilendingu eru svo uppburðarlitlar í níhilisma sínum að þær nenna varla að æmta. Og gera sosum engum mein heldur.

***

Ég ætla ekki að kvarta neitt undan Norður og niður, sem ég sá ekki – nema lagið með Ladda – en það er ekki ástæðan fyrir því að ég ætla ekki að kvarta, ég á kannski eftir að horfa á þetta og mun samt ekki kvarta, af því að sellóleikarinn í bandinu hjúkraði mér einu sinni þegar ég hrundi blindfullur niður steintröppur, og stundum verður maður bara að haga sér einsog maður og sýna dálítið þakklæti í verki.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png