Untitled

Sumir rithöfundar eru ofsóttir af sömu persónulegu ummælunum aftur og aftur. Ólafur Jóhann er t.d. viðstöðulaust í viðtali um „tvöfalt líf“ sitt sem Sonyforstjóri og rithöfundur. Auður Jónsdóttir fer mikið í viðtöl um meðvirkni. Steinar Bragi er „dulúðugur“ og „víðförull“. Og svo er aldrei minnst á Jón Örn Loðmfjörð öðruvísi en svo að einhver nefni að hann hafi nú verið mikið á internetinu (annað en allir aðrir síðustu 20 árin).

***

Hún er annars orðin mjög hörð samkeppnin um það hver getur verið með jákvæðustu sýnina á íslenska ljóðlist. Þessi sjálfumgleði okkar hlýtur að enda með einhverri svaðalegri uppreisn.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png