Untitled

Hún er óþolandi tilhneiging fjölmiðla til þess að blása út allt það heimskulegasta sem sagt er á internetinu, til þess eins að upplýsa fjöldann, reikna ég með, um að í heiminum finnist ennþá einn og einn epískur fáviti. Þeir þurfa ekki að vera margir og þeir þurfa ekki að vera fávitar allan sólarhringinn. En þeir þurfa að vera nógu hátt hlutfall – af 350 þúsund íslendingum – til þess að einhver þeirra segi eitthvað nógu heimskulegt til að teljast fréttnæmt á vanþroskuðustu og gröðustu ritstjórnum landsins sirka 3-4 sinnum í viku svo moka megi inn smellum og auglýsingatekjum með því að nauðga upp í viðkomandi fávita gjallarhorni, skella honum á forsíðu, svo allir fái að hneykslast á fávitanum, allir geti deilt heimskunni úr honum með andköfum og undirstrikað að þeir séu sjálfir ekki illa innrættir, þeir séu gott fólk.

Tröllin rétt ná þessum lágmarksafköstum, vel að merkja, en með aðstoð (vissra) fjölmiðla virðast þeir heil hersing – og þeim er sjálfum nógu tíðrætt um eigin þöggun til þess að maður gæti ímyndað sér að þeir væru enn fleiri, sennilega fleiri en byggja landið, og í það minnsta merkilegri en allt hyskið sem gerir það svona alla jafna og hefur ófréttnæmar skoðanir.

Það hafa birst nokkur svæsin svona dæmi síðustu daga, þrjár af fimm mest lesnu fréttum DV í augnablikinu, sem dæmi – sem ég ætla ekki að tiltaka eða hlekkja á – ég má ekki við því að rífa fleiri hár af höfði mínu, bara því miður, það er allt að verða búið. En það er svona sem tröllin vinna, svona sem rasistarnir og mannhatararnir vinna, svona sem þeir rotta sig saman og láta líta svo út sem þeir séu miklu stærri og merkilegri hreyfing en þeir eru – meðan þeir eru fyrst og fremst einmana og oft á tíðum sjúkir sjálfsrúnkarar. Þeir nota fjölmiðlana til þess að fá athygli og fjölmiðlarnir nota þá til þess að fá smelli og það eruð þið sem smellið.

Þetta fólk er ekki heldur sönnun um eitt eða neitt eða lýsandi fyrir „kúltúr“ samtímans – það er undantekning og viðhorf þess eru ekki fyrst og fremst úrelt, það mun sennilega aldrei deyja út, því er bara illt og það gargar út í loftið vegna þess að það veit ekki hvað annað það ætti af sér að gera.

Og já, þetta er færsla um Hans Blævi.

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja athygli á bókinni“. En það þýðir ekki að ég megi vanrækja lesandann

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt persónulega með einni einustu nýrri bók við mig og ég heyri en

By this stage of reflection, it seems that, for Aristotle, the value of our reflection on the best life is that it induces a kind of being-unto-death. It creates a fantasy of a release from the ordina

Einlægur Önd_edited.png