Untitled

Samkvæmt frétt sem ég las á Vísi á dögunum hafa indversk yfirvöld ákveðið að taka upp dauðarefsingu við nauðgunum á stúlkum yngri en tólf ára. Í sömu frétt kemur fram að 19 þúsund (19 þúsund!) slík tilfelli hafi verið tilkynnt árið 2016. Ef við gæfum okkur að sakfellt væri í um 10% tilfella myndi það gera 1.900 aftökur á ári. Sem eru jafn margar aftökur og eru framdar í öllum heiminum árlega. Og samt ganga þá 17.100 barnanauðgarar – að því gefnu að allir séu sekir – lausir.

Þetta setur hausinn á mér – að ónefndu hjartanu – af sporinu á að minnsta kosti tólf ólíka vegu. Eða tuttuguogfimm. Tvöhundruðogfjörutíu. Fleirienéggettalið.

Þið afsakið að ég skuli spyrja svona óheflaðrar spurningar, en hvað verður eiginlega um okkur?

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja athygli á bókinni“. En það þýðir ekki að ég megi vanrækja lesandann

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt persónulega með einni einustu nýrri bók við mig og ég heyri en

By this stage of reflection, it seems that, for Aristotle, the value of our reflection on the best life is that it induces a kind of being-unto-death. It creates a fantasy of a release from the ordina

Einlægur Önd_edited.png