Untitled

Í gær var Bill Cosby sakfelldur fyrir nauðgun. Ég veit ekki hvað hann var sakfelldur fyrir margar en hann var a.m.k. sakaður um fleiri tugi – ferill hans virðist með því allra viðbjóðslegasta í heimi hinna ríku, frægu og sturluðu, svona ef frá er talinn Jimmy Savile.

Af þessu tilefni rifjaði ég áðan upp Bill-Cosby mónólóg Eddies Murphys úr RAW, þar sem hann segir frá því þegar Cosby hringir í sig til að kvarta undan sóðakjaftinum á sér, og er mikið niðri fyrir.

Það er eitthvað sem manni finnst ganga upp við að mestu móralistarnir séu oft á tíðum líka mestu skepnurnar – eðli mannsins er hræsnisfullt og hann er gjarn á fela bresti sína frekar en flíka þeim, og góðmennskuyfirvarpið og kurteisin eru góðar fjarvistarsannanir fyrir þá sem vilja stunda myrkraverk. Þess utan er maðurinn líka gjarn á að reiðast öðrum fyrir það sem hann skammast sín mest fyrir í eigin fari (og ég geri alveg grjóthart ráð fyrir að verstu skrímslin meðal okkar viti af ógeðinu í eigin fari og það meiði þá).

Ég veit ekki hvort Eddie Murphy er góðmenni – eini alvöru skandallinn í lífi hans kom upp þegar hann var gripinn með trans vændiskonu fyrir um 20 árum. Í kjölfarið gaf Candace Watkins, trans vændiskona, mentor trans vændiskvenna og rithöfundur, út rafbók – In the Closet with Eddie Murphy – þar sem teknar voru saman sögur af viðskiptum Eddies og trans vændiskvenna. Bókin var aldrei prentuð en dreift í gegnum heimasíðu – nú virðist hún horfin af netinu, ég finn a.m.k. hvorki af henni tangur né tetur. Eddie sagðist bara hafa verið að skutla konunni, sem dó ári síðar – af slysförum eftir að hún læsti sig úti sagði lögregla en einhverjir gerðu því víst líka skóna að henni hefði verið hrint út um gluggann (sem lögreglan sagði að hún hefði verið að reyna að komast inn um).

Jimmy Savile var þekktur mannvinur og einsog Cosby þekktur fyrir einn fjölskylduvænan sjónvarpsþátt – forsenda Jim’ll fix it var að börn skrifuðu Jimmy óskir sínar og hann lét þær rætast.

Í gúglinu hérna áðan rakst ég líka á viðtal sem Ricky Gervais tók við Savile, sem hann kynnir með orðunum: „My next guest is basically the A-team rolled into one. He has the cigar of Hannibal. He’s a ladiesman like Face. He’s got the jewelry of Mr. T and he’s mad like Murdoch. And not in a good way.“

Svo fara þeir að ræða góðgerðarstarf Jimmys, sem er afar hógvær (fyrir þá sem af einhverjum ósennilegum ástæðum þekkja ekki söguna af Jimmy, sem var sennilega eins nálægt því að vera djöfull í mannsmynd og nokkur kemst, er hægt að lesa um glæpina hér).

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja athygli á bókinni“. En það þýðir ekki að ég megi vanrækja lesandann

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt persónulega með einni einustu nýrri bók við mig og ég heyri en

By this stage of reflection, it seems that, for Aristotle, the value of our reflection on the best life is that it induces a kind of being-unto-death. It creates a fantasy of a release from the ordina

Einlægur Önd_edited.png