Untitled

Ísafjörður. Það var ekki til neinn kúrbítur í Samkaup í dag. Ég hef ekki verið heima hjá mér síðan í maí og stundum er ekki heldur til kúrbítur í útlöndum. Ég er annars dálítið slappur – líklega hefur keyrslan verið heldur hörð síðustu vikurnar. Ég var mest í Svíþjóð en líka í Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Tyrklandi og Þýskalandi. Ég hef ekki komist út að hlaupa eins oft og ég hefði viljað, ekki gert jóga eins oft og manni er hollt og kannski reykt fullmargar sígarettur og drukkið fullmarga bjóra. Ofan í þetta er svo talsvert vinnuálag að flytja svona með sér vinnuna alltaf. Og mér er farið að leiðast óhemju mikið að ferðast. Hér er staðan sú að ég hef dæmt bílskúrinn óhæfan til íveru sökum loftgæða og veggjamyglu. Og ég hef skrifað verktaka til að láta gera tilboð í viðgerðir. Í millitíðinni þarf ég að vinna inni á heimilinu og hugsanlega eitthvað úti í bæ á þegar við fáum gesti síðar í vikunni. Eiginlega þyrfti ég samt líka að fá að pústa og hætta að vera lasinn og koma mér í einhvers konar ásættanlegt ásigkomulag. Ef til þess gefst tími eða næði. Tölvan mín er verr á sig komin en ég. Hún er lúnari og hefur áreiðanlega farið verr með sig. Það er bara þannig sem þetta er. Ég fann að lokum kúrbít í Bónus. Og halloumi. Og pantaði smurningu fyrir bílinn. Nú þarf ég bara að panta mér uppskurð uppi á spítala til að losna loksins við helvítis botnlangann.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png