Untitled

Í dag er fjórði dagur í endurreisn þessarar dagbókar; sá þriðji var fall, í gær gleymdi ég einfaldlega að þessi staður tilverunnar væri til og skrifaði ekki orð. Það er heiðskírt á Ísafirði og ég fór með Aino á leikskólann – grunnskólinn byrjar ekki fyrren eftir helgi svo Aram Nói er að þvælast hérna í reiðileysi. Í gær fór ég á hryllingsmynd í bíó – mér brá nokkrum sinnum. Þegar ég kom heim stóð Nadja með straujárnið í stofunni og sagðist vera að velta því fyrir sér hvort hún fengi nokkurn tíma nógan tíma og næði til að strauja jafn mikið hana langaði. Ég spurði hana hvort hún gerði sér grein fyrir því hvað hún hefði verið að segja – og hvort þetta væri hugsanlega fyrstaheimsvandamál allra fyrstaheimsvandamála – og þá fékk hún dálítið hláturskast.

Ég er kominn hálfa leið í gegnum Paradise City – fimmta lagið á Appetite. Og að verða búinn að negla fyrra sólóið í Welcome – löngu búinn að negla það síðara. Og sólóið í Nightrain. Þetta er rosaleg plata.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png