Untitled

Svartari í svörtu, er ég naktari. Aðeins trúlaus er ég trúr. Ég er þú, ef ég er ég.

(Schwärzer im Schwarz, bin ich nackter Abtrünnig erst bin ich treu. Ich bin du, wenn ich ich bin).

Úr Lob der Ferne (Lofsöng fjarlægðarinnar) eftir Paul Celan.

Ekki bara mundi ég eftir að byrja vinnudaginn á stuttu tilskrifelsi út í heiminn heldur tók ég upp gamlan sið – sem ég hyggst nú halda í heiðri – að byrja hverja færslu á tilvitnun. Ég hef ekki lesið nándar nærri jafn mikinn Celan og ég ætti að hafa gert – en ég keypti mér valin ljóð hans í frekar ódýrri prentun í Svíþjóð um daginn (þótt prentunin sé ódýr var bókin það reyndar alls ekki).

Í dag eru níu ár frá því að við Nadja giftum okkur í finnskum skógi. Við höfum verið með mjög óljós plön um hvað við ætluðum að gera í tilefni dagsins – sem hafa meðal annars strandað á að það þýðir sennilega ekkert að reyna að bóka gistingu neins staðar í nágrenninu á miðri túristavertíð. Við höfðum eitthvað delerað um að lána foreldrum mínum börnin en þá brá mamma sér af bæ – sem við vissum af en höfðum gleymt – og þar með féll botninn úr því plani. Eiginlega er hún eina manneskjan sem gæti tekið þau svona fyrirvaralaust og skilað þeim í skóla og leikskóla í fyrramálið.

Sennilega látum við duga að borða eitthvað (verulega) gott í kvöldmat þegar börnin eru sofnuð. Tólfréttað. Eða fáum einhvern vin til að sitja yfir þeim hérna á meðan við förum út. En það kemur allt í ljós.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png