Untitled

ég hef komist að því segirðu að höfuð eru hol að innan hol og köld og djúp og hol

úr Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur

Ég held að það sé talsvert algengara að kjötætur lagi sig að þörfum grænmetisætna og vegana en öfugt. Þó þekki ég a.m.k. eitt dæmi um grænmetisætu sem lagar reglulega kjötrétti. En mér finnst pínulítið hlægilegt að sjá vegana kvarta undan stríðni; á meðan þeir gefa sig margir (ef ekki flestir) út fyrir að vera í róttækri baráttu gegn kjötátinu og kjötætunum. Það er til marks um viðkvæmni og skort á perspektífi – að maður er ekki miðjan í veröldinni og hún snýst ekki bara um manns eigin gildi og viðmið. Ekki að maður megi ekki standa í róttækri baráttu – en maður tekur því þá bara að henni fylgi átök án þess að verða fornermaður yfir því að fólkið sem maður uppnefnir morðingja kalli mann grasbít á móti.

Ekki það ég hafi strítt vegana um ævina* eða sjái sérstaka ástæðu til þess – ég elda lítið kjöt sjálfur (því konan mín borðar það ekki) og það er bæði grænmetisætuplokkfiskur og veganplokkfiskur í Plokkfiskbókinni. Ég held að það sé öllu fólki hollt að rækta sínar eigin sérviskur og ekki síður að sýna sérviskum annarra nokkurn kærleika. Sérviskur eru forsenda breytinga og lífsrýmis. Kjötát er líka smám saman að verða sérviska – ætli ég gefi því ekki svona sirka það sem eftir er af minni lífstíð.

90-95% af öllu sem fólk segir um mat er hins vegar kjaftæði. Sérstaklega það sem er stutt vísindalegum fullyrðingum.

* Þetta er alveg áreiðanlega lygi. Ég held ég hafi um ævina strítt fólki fyrir næstum allt sem hugsa má á jörðu. En ég var líka einu sinni grænmetisæta og var mikið strítt á því – sem jafnar þetta út.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png