Untitled

Orville! Ímyndaðu þér flugvél sem flýgur alein. Flugvél sem flytur allar okkar syndir, flugvél sem flytur alla okkar glæpi, allar okkar sorgir. Flugvél sem er okkar eigin dreki, flugvél sem við getum látið berjast við alla ímynduðu drekana sem skáldsagnaráðuneyti ríkisstjóra heimsins munu semja næstu aldirnar. Flugvél sem við þurfum ekki að hugsa meira um á meðan við bjóðum öldruðum frænkum og föngulegum dætrum þeirra í útsýnisflug yfir velli Norður Karolínu og ræðum ástandið í gamla heiminum.

úr Drónar eftir Ásgeir H. Ingólfsson

Það er hádegi. Klukkan er eina mínútu gengin í eitt. 12.01 alveg að verða 12.02. Ég er seinn í mat. Sennilega treð ég bara í mig einhverjum afgöngum og skelli síðan dálítilli rauðri málningu á spýturnar sem ég var að skipta um í klæðningunni á húsinu, vegna þess að þær voru fúnar og handónýtar. Það er ves að eiga hús. Og væri miklu meira ves ef ég væri duglegri, ef ég ætti meiri pening og kynni meira fyrir mér í smíðum.

Þjóðfélagsmálin:

Ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður án þess að eitthvað jafn gott eða betra komi í staðinn þá kveiki ég í Austurvelli.

Annað var það ekki í bili.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png