Untitled

losaði blauta manséttuna af vendinum dýfði vetrargosunum vöfðum í 2 bergfléttublöð í glasið þeir drukku vatnið þeir stóðu við rúmið mitt um nætur gegnum gardínurnar snerti tunglið við enni þeirra auga þeirra, fann upp á 1 ást til þeirra, í sakleysi mínu

úr um að nudda blómaugu í byrjun mars eftir Friederiku Mayröcker (snúið úr sænskri þýðingu Ullu Ekblad-Forsgren)

Aram Nói er sjö ára í dag. Við skriðum einhvern veginn dauðþreytt fram úr hálftíma fyrr en venjulega og færðum honum morgunverð og gjafir í rúmið. Hann fékk eitt og annað – ninjabúning, star warsgrifflur, tvær bækur (Rottuborgari eftir David Walliams og Doktor Proktor og heimsendir kannski eftir Jo Nesbö), bomberjakka og sundskýlu. Seinna í dag er svo vinaafmæli og á morgun er fjölskylduafmæli.

Ég er rangeygur af þreytu. Það hefur ekki bara með afmælið að gera heldur ekki síður þá staðreynd að litla systir afmælisbarnsins skreið upp í óvenju snemma og sparkaði í mig svo til viðstöðulaust í 5-6 klukkustundir.

Starafugl er í fullum gangi. Þegar ég byrjaði með hann hafði ég hugsað mér að þetta yrði árslangt verkefni og svo myndi hann kannski bara reka sig sjálfur. Nú hef ég afráðið að taka þetta bara að mér fyrir lífstíð eða svo – með sumar- og hátíðafríum – en reyna þá sömuleiðis að gera þetta dálítið átomatískt, svo það verði auðveldara að sinna því meðfram öðru. Frábær grein í dag eftir Jóhann Helga Heiðdal um hugvísindi, kapítal og kapítalisma. http://www.starafugl.is.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png