Untitled

Fra fem til sju trudde jeg at jeg skulle dø. Engstelsen var påfallende, illusjonene dorma i høsten sitt tegn, og det humør-sjuke panoramaet gjorde meg til en romantisk libertiner: Jeg beregna sjenansens indre, oppsøkte gamle elskerinner og elskere, det var noe kleptokratisk ved den falske kroppen min.

Mona Høvring

Hjerteløs visitt úr bókinni Ekornet og den vaklevorne brua

Ég var eitthvað íhuga að þýða þetta brot en læt það vera. Ég er hreinlega ekki viss um að ég skilji það nógu vel. Sem kemur víst ekki í veg fyrir að mér finnist það fallegt. Ég á tvær bækur eftir Monu sem birtust upp úr einhverjum umslögum fyrir svona 2-3 árum þegar ég var að taka upp úr kössum og geymslum og fara í gegnum póst sem mér barst á meðan ég bjó í útlöndum (off & on frá 1999). Þessar bækur voru sendar Nýhil c/o EÖN og bárust upp í Öldu, þar sem ég átti lögheimili. Löngu eftir að bækurnar voru sendar en löngu áður en mér bárust þær í hendur hittumst við Mona í Nóbelssalnum í Stokkhólmi í einhverri þeirri mikilfenglegustu veislu sem ég hef setið. Það var samt ekki nóbelsverðlaunaathöfn, við eigum það eftir. En ég mundi eftir henni þegar ég opnaði umslagið. Ég hef lítið lesið í bókunum fyrren núna – þetta er gott. Mér finnst sérstaklega fyrsta línan og lokalínan yfirþyrmandi – fyrsta er einföldust og lúmskust (hætti hún s.s. að trúa því að hún myndi deyja?) og sú síðasta einsog undarleg vafningsjurt sem maður veit ekkert hvert er að fara. Að það sé eitthvað kleptókratískt/þjófræðislegt við falskan líkama manns. Það mætti alveg eyða nokkrum vikum í að velta því fyrir sér. Í góðu tómi, meina ég.

Það er sól og blíða. Ég sit á pallinum og nýt mín. Það vantar samt ennþá tölvur sem virka vel í sól.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png