Untitled

Aram Nói er í fréttunum í dag. Gatan heitir að vísu Tangagata, en Tan-gata er ekkert verra. Aram komst síðast í fréttirnar í Västerås þegar hann var fjögurra ára. Þá tóku þeir sig til tveir félagarnir og stungu af úr pössun hjá vinkonu okkar. Þeir sögðust hafa ætlað að fara og fá sér pulsu í búðinni en föttuðu svo að þeir áttu enga peninga og náðust af lögreglunni úti við hraðbraut þar sem þeir voru að reyna að húkka sér far niður í bæ þar sem þeir ætluðu að sögn vegfaranda að „tjilla“. Vegfarandinn, sem hringdi á lögregluna, sagði víst líka að þegar hún hefði spurt hvað þeir væru gamlir hefðu þeir sagt henni að koma sér, þetta væri allt í lagi, þeir væru sex ára. En nú er þessi litli ólátabelgur bara orðinn ábyrgur þjóðfélagsþegn.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png