Untitled

Ég tók upp á því nýlega að skrifa bara stök orð í glósubækurnar mínar, þar sem ég hafði áður skrifað nokkrar setningar um það sem helst þyrfti að gerast. Þær eru vel að merkja tvær, glósubækurnar, og ég geri engan greinarmun á þeim, nema stundum skrifa ég í eina og stundum í hina. Þetta eru svona to-do-listar, mestmegnis, áminningar um eitt og annað, og stundum tek ég upp á því að nota þær einsog almanak eða kladda og merki inn dagsetningar á opnur og blaðsíður svo ég geti áminnt mig marga daga fram í tímann. Þetta er sérstaklega hjálplegt þegar kemur að því að muna alla skilafrestina á Starafugli – hvenær hver átti að skila hvaða texta um hvaða verk.

En nú man ég ekkert lengur hvað það var sem ég ætlaðist til þess að ég færi að gera. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað neitt af þessu þýðir. Kannski þýðir það að nú sé kominn tími til að fara í páskafrí.

Jú, ég ætlaði að blogga. Það stendur þarna. Tékk.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png