Untitled

Hér talar maður í útgáfuham. Eða kynningarham. PR-ham. Maður í einhverjum svona ham sem gerir honum kleift að selja bækur, snyrta sig til og tala um sjálfan sig í sjónvarpið. Ég er nýkominn úr viðtali á ÍNN og hef annars eytt deginum í að þeytast um höfuðborgarsvæðið með árituð og stimpluð Óratorrek, aðallega til Facebookvina – sem eru auðvitað margir hverjir, sennilega flestir, gamlir raunvinir og kunningjar – en ég er sem sagt minn eigin hypermobile bóksali. Ég tók mér smá frí til að fara út að hlaupa í Laugardalnum – sem var gott, sól en kalt, sérstaklega þegar ég var orðinn svitablautur – og þá hringdi Árni Matt upp á viðtal og ljósmynd fyrir moggann. Hann er svo naskur að hann heyrði strax að ég væri að hlaupa, sennilega var ég samt meira hressilega móður en bugaður – þótt ég sé oft líka bugaður á hlaupum – eða ég ímynda mér það, í það minnsta leið mér ekki einsog ég væri að fara að deyja. Ég á að hitta ljósmyndarann á morgun – bara spurning hvar. Hvar er geðveikast að láta mynda sig í Reykjavík? Á hvaða brautir á ég að beina þessum manni?

Annars er ég bara góður.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png