Untitled

Tvær litlar súrar gúrkur. Einn bragðsterkur tómatur skorinn í báta. Tvær fátækir riddarar – einn með rauðu pestói og annar með einhverju gúrmesinnepi sem ég keypti í Frakklandi um daginn. Sex grænar ólífur. Tveir skinkubitar. Lítill bátur af velskum snowdoniaosti, sem ég hef sennilega bara keypt hér úti í búð (en sver ekki fyrir það). Dálítið af fleur-de-sel. Þrír litlir MS-mozzarella boltar (sem ég keypti ekki og voru alveg jafn mikil vonbrigði og síðast þegar ég smakkaði þá). Ég raðaði þessu öllu mjög snyrtilega á disk og hafði með því nýlagað espresso og ávaxtasafa. Svo hugsaði ég um að taka mynd. Ég ímyndaði mér að ég hefði tekið mynd og deilt henni með ykkur en ákvað svo að eiga þetta bara fyrir sjálfan mig. Nú er það auðvitað um seinan.

***

Ég er að fara til Noregs í næstu viku, á bókmenntahátíðina í Lillehammer. Þangað hef ég ekki komið en mér skilst að hún sé stærsta bókmenntahátíð norðurlandanna. Þaðan fer ég svo til Saint Malo í Frakklandi á aðra bókmenntahátíð. Nema hvað ég var að skoða ferðaáætlunina mína og uppgötvaði að ég hafði sagt frökkunum að kaupa miða fyrir mig frá Þrándheimi (!). Ég er með hryllilegt track record í ferðalögum til Frakklands – ég er fastagestur í sendiráðinu í París til að láta redda mér neyðarpassa, sem og hjá konsúlum úti á landi. Ég er alltaf eitthvað að klúðra. Fólkið á forlaginu mínu hlýtur að halda að ég sé hálfviti. Og sennilega hefur það rétt fyrir sér.

***

Mér finnst líka og hefur fundist frá því ég vaknaði að ég sé að gleyma einhverju sem ég ætlaði að gera í dag. Sennilega kemur ekki í ljós hvað það er fyrren það er orðið of seint.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png