Untitled

Ég slökkti á Facebook.

***

Enn í Lillehammer. Í gær var upplestur, garðveisla, heiðursathöfn fyrir fangelsaða rithöfunda, billjard, bjór, pylsur, næturborgari á bensínstöð og æsilegar samræður um allt milli himins og jarðar.

***

Rétt bráðum þarf ég að sitja á sviði og svara spurningum. Ég veit ekkert hvað það gæti verið. Ég hef talsvert haft með norskan bókmenntaheim að gera síðustu árin – farið á hátíðir og komið fram og birt texta, skrifaði meðal annars í Klassekampen í nokkur ár – en ég hef ekki gefið út neinar bækur, ekkert verið þýddur nema dót á stangli. Ég á bækur á dönsku og sænsku. Kannski verður spurt um þær. Eða íslenska hestinn. Eða hvernig maður ber fram Eyjafjallajökull. Nei, djók, þetta er ekki þannig hátíð. Það væri frekar hér aðeins sunnar í álfunni.

***

Hér er annars viðstöðulaust gluggaveður. Sól og skítkalt. Ég hlakka til að koma til Saint Malo.

***

Þegar flugið reddaðist þurfti ég líka að redda mér aukanótt í gistingu. Á morgun fer ég þess vegna til Osló og heimsæki vinkonu mína, Karen, sem ég hef ekki hitt í sennilega 6-7 ár. Það verður gaman.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png