Untitled

Ég byrjaði daginn á því að sækja tónleika hjá leikskólum Ísafjarðarbæjar. Á dagskrá voru ýmis sönglög, þar af a.m.k. tvö eftir Soffíu Vagnsdóttur. Börnin stóðu sig með mikilli prýði.

***

Svo mætti ég í vinnuna og hélt fund með Haraldi Jónssyni. Fyrst funduðum við reyndar með Gunnari Jónssyni og Höllu Míu um framtíð fiskeldis á Vestfjörðum. Svo funduðum við Haraldur einir um texta sem ég skrifa fyrir opnun hjá honum í Gallerí Úthverfu á laugardag. Að þeim fundi loknum lauk ég við textann og var að senda honum hann rétt í þessu.

***

Nú er ég aftur byrjaður að vinna í leikritinu. Kannski skýst ég bráðum heim og næ í heddfónana mína. Og fæ mér epli.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png