Untitled

Ég er þreyttur og ég er með höfuðverk. Ég er búinn að taka til á skrifstofunni – í dag var síðasti vinnudagurinn hér í bili. Sit og bíð eftir að Jói hjá DIGIFILM færi Óratorreksupplestrana mína yfir á USB-lykil svo ég geti farið heim. Ég var á leiðinni út um dyrnar þegar ég fattaði að ég átti eftir að fá afrit. Þeir verða annars spilaðir í menningarþættinum Tengivagninn í sumar, sem tekur við af Lestinni þegar hún fer í sumarfrí.

***

Nú kom þetta. Ég ætla að elda kvöldmat með Aram í kvöld. Það er nýtt átaksverkefni. Kenna barninu að laga mat.

***

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png