Untitled

Ég tala ensku við úrið mitt. Þannig er það bara. Ég get að vísu líka talað sænsku við það, en bara við tilteknar aðstæður. Úrið mitt skilur enga íslensku. Þannig er það bara.

***

Eitt af því sem úrið gerir sem ég geri ekki er að skilja muninn á e og ä. Í dag sendi ég mági mínum skilaboð „efter du kött?“ í staðinn fyrir „äter du kött?“.

***

Annars nota ég þetta mest til að kveikja á hlaupaprógrami eða niðurtalningu. Þegar ég er að elda til dæmis.

***

„Countdown 2 minutes“ sagði ég þegar núðlurnar voru komnar í pottin og úrið byrjaði strax að telja niður.

„Vad sa du? Jag hör inte“, sagði þá Nadja.

„Ég er að tala við úrið“, svaraði ég.

Þá kom hún og knúsaði mig. Henni finnst mjög kynæsandi þegar ég tala við heimilistækin. Þegar ég segi þeim fyrir verkum.

***

Kannski hlakkar bara svona í henni yfir hnignun íslenskunnar. Svíar eru náttúrulega mjög kólóníal, svona innst inni.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png