Untitled

Ég er enn í heimabæ krakkana í Roxette. Í litlum sumarbústað í útjaðrinum. Í dag er planið að spila minigolf og kasta sér í hafið. Á morgun er svo upplestur í bókabúð í Laholm. Þetta er alger rassgatsbær – 6 þúsund íbúar, sem er einsog 100 manna þorp á íslenskan mælikvarða. En þarna er sjálfstæð bókabúð sem rekur mikið prógram og er afar vinsæl – það var stór grein um hana í síðasta Vi Läser (sem er stærsta bókmenntatímarit Svía – einsog Nýtt Líf um bækur, frekar en TMM). Það kostar 100 krónur inn og mér skilst að það hafi þegar selst nokkuð af miðum.

***

Svo erum við bara að mysa, einsog maður segir. Hygge sig, segja dönskukennararnir, en við erum engir dönskukennarar.

***

Annað kvöld tek ég næturlestina til Stokkhólms og fer þaðan til Bålsta og Biskops-Arnö til að kenna ritlist í eina viku. Ég er einn á staðnum í sólarhring áður en hinir kennararnir koma og ætla að nota tímann til að vinna í Hans Blævi.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png