Untitled

Í dag las ég hljóðaljóð. Þetta geri ég bara einu sinni á ári núorðið held ég. Að minnsta kosti gerist það ekki oftar að ég lesi Úr órum Tobba. Ég sé mest eftir því að hafa tekið af mér tölvuúrið á meðan, því auðvitað hefði verið gaman að lesa í púlsinn á eftir. Þetta tekur mikið á.

***

Ég man ekki hvað ég hef eldað margar máltíðir síðan ég yfirgaf Ísland í lok júní. Kannski þrjár. Sem er náttúrulega ekki hægt.

***

Ég hef heldur ekkert spilað á gítar, ef frá eru talin tvö augnablik á dvergvaxinn klassískan gítar í eigu sonar Martins Glaz Serup, þegar við vorum á Hald Hovedgaard.

***

Vidrigt ástand.

***

Ég hef líka eytt of litlum tíma með konunni minni og börnunum mínum.

***

Og of litlum tíma með skáldsögunni minni / leikritinu mínu (þetta er sama verkið). Hans Blævi. Týpískt að það skuli vera það síðasta sem mér dettur í hug. Einsog mér sé bara alveg skítsama um þessar helvítis bókmenntir.

***

Ég er annars enn að berjast við framvinduna í því verki – sem og pólitíkina. Það er einsog mig langi að ganga yfir öll strik en samt ekki. Einsog ég geti ekki gert upp við mig hvort sé tilgangslausara. Sem er reyndar grundvallarforsenda verksins, held ég.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png