top of page

Untitled

Í gær tók ég leigubíl frá Biskops-Arnö til Bålsta. Leigubílstjórinn spurði hvort ég væri í ljóðabransanum og sagðist síðan halda mikið upp á Sven Hassel og einhvern Stieg sem væri krimmahöfundur og hefði áður verið lögregluforingi. Svo sagðist hann reyndar lesa lítið í seinnitíð, aðallega dagblöðin, og mæti þau ekki síst út frá gæðum leturtegundanna. Þannig væri hann steinhættur að lesa Expressen af fagurfræðilegum ástæðum. Best fannst honum að lesa Göteborgs Posten og New York Times.

***

Eftirlætis leturtegundin hans var Verdana.

***

Í lestinni á leiðinni til Norrköping rakst ég síðan á grein um pólitískt mikilvægi leturtegundanna. Eða – greinin var í sjálfu sér ekki í lestinni, hún var í tölvunni minni, skaut upp kollinum. Í sjálfu sér einfeldningsleg, þótt ég sé sammála einhverjum grundvallaratriðum þarna. Leturtegundir eru ekki bara eitthvað djók.

***

Ég gúglaði því og kemur í ljós að Verdana er flokkuð sem „modern humanist“ leturtegund. Það hlýtur að vera ágætt.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fúsk

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page