Untitled

Letidagur. Ég var ekki í góðu skapi allan daginn en samt stærstan hluta dags. Við fórum á loppisrúnt – keyptum aðallega vínylplötur. Bonnie Tyler, Duran Duran, Boy George og Rod Stewart. Og eitthvað sænskt eitísband sem ég bar ekki kennsl á.

***

Nadja keypti handa mér nýja Appetite um daginn. Gamla mín er týnd – ég hef mig grunaðan um að hafa sett hana á sjúklega öruggan stað, einhvers staðar þar sem engum dytti nokkru sinni í hug að leita – og ég var búinn að kaupa endurprentun með nýja koverinu en saknaði þess að eiga gamla – með myndlistarverkinu sem platan er nefnd eftir. Og Nadja keypti svoleiðis handa mér. Ekki í dag samt, það gerðist um daginn, þegar ég var víðs fjarri.

***

***

Það er að vísu límmiði á henni. En þetta er Gunslímmiði!

***

Mér hefur sjaldan verið jafn ljóst hversu miklu máli það skiptir að velja sér maka af kostgæfni.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png