Untitled
Samtal í bókabúð anarkista í Haight-Ashbury. Stúlka og drengur eru bakvið afgreiðsluborð, hann stendur en hún situr við fartölvu (macbook). Búðin er full af kúnnum.
Stúlka (yfir kúnnahópinn): Gott fólk. Það lokar eftir tíu mínútur, bara svo þið vitið.
Kúnni: Æi – það var leitt. Er lokað í hádeginu bara eða opnið þið aftur?
Stúlka: Því miður. Ég þarf að fara til læknis og það er enginn til að leysa mig af í dag.
[Augnabliki síðar – á meðan kúnnarnir týnast út]
Stúlka (starir á tölvuskjá; við dreng): Ok, heyrðu, bíddu, ég veit ekki, kannski er betra að fara í Costco á morgun?
Drengur (lítur yfir öxlina á henni): Æi, vá. Ha? Eigum við ekki að fara í dag?
Stúlka: Æi, djö. Ég veit það ekki. Ég bara. Þúst. Veit. Það. Ekki. [Stutt þögn; vonbrigðasvipur]. Mig langar ógeðslega. En ég ætti eiginlega að tala við pabba fyrst. Hann er með executive-kort og getur bara látið mig fá kort ef hann vill og þá þarf ég ekki að borga.
Drengur: Æi, vá, já ókei. Geggjað. Ókeypis. Ókeypis?
Stúlka: Já, bara aukakort, eða svoleiðis. Mig langar ógeðslega að fara í dag samt. [Stutt þögn] Við förum bara á morgun, ókei?
Drengur: Já, ok, ef það er ókeypis. Ókeypis. Við gerum það.
Stúlka: Já, við gerum það. Frábært. Ókeypis.
Drengur: Frábært. Ókeypis. Gerum það. Gerum ókeypis.