top of page

Untitled

Ég hef verið mjög þreyttur frá því ég kom til baka frá London. Og einhvern veginn smám saman verið að verða lasinn. Í dag lá ég í rúminu í allan dag – skaust rétt fram úr til að gefa Aram morgunmat og svo Aino skömmu síðar og fara með hana á leikskólann. (Nadja er í Reykjavík að ráðstefnast).

***

Svo hef ég of mikið að gera. Það er alveg ljóst. Í sjálfu sér eru þetta allt hlutir sem ég gæti afgreitt á örskömmum tíma ef ég væri ekki eilíflega þreyttur. Ef mér tækist að einbeita mér almennilega í einsog gott augnablik. Ég kenni Facebook um en það er ekki Facebook. Þegar maður afvegaleiðist þá er það vegna þess að maður veit ekki hvert maður ætti annars að vera að fara.

***

En það er samt erfitt. Að stara á skjáinn. Byrja á einhverjum kýtum. Hugsa upp snappíkomment til þess að involvera sig í einhvern þráð svo maður þurfi ekki að feisa tómlætið á skjánum. Bergmálið í huganum. Fuglabjargið í huganum.

***

Og einmitt já. Hvort ætli maður sé tómur eða fullur þegar svona stendur á? Ég er hreinlega ekki viss. Eiginlega er það bæði í senn. Maður grípur í tómt þegar maður teygir sig eftir því sem vantar – en það er samt allt fullt af drasli alls staðar. Bara ekki rétta draslinu. Og svo rekst maður á gamlar ljósmyndir og afvegaleiðist.

***

Búff. Soldið þannig vika.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fúsk

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page