Untitled
Costco mun ekki fylla í gatið á sálum okkar. Ekki heldur Facebook eða snjallsímar. Kannski mun ekkert fylla í gatið á sálum okkar. Gapandi holuna. Það verður þá bara að hafa það.
***
Það er miðvikudagur – hin endanlega sönnun þess að vikan hefst ekki á mánudegi, einsog félagslegir fílístear halda fram, heldur sunnudegi.
***
Ég hugsaði um það í morgun hvað mér þykir vænt um menningarlega fílísteann í sjálfum mér.
***
Svo gleymdi ég að klára blogg dagsins. Dag bloggsins. Ég man ekkert hvað ég var að hugsa um þarna í morgun þegar ég skrifaði ofangreint. Eitthvað um fílístea, held ég, menningarlega og félagslega.