Untitled

Bókin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Hún fór í flug og ég var að vona að ég fengi eintak í hendurnar á föstudag. Var mættur á pósthúsið strax við opnun – fékk að vita að jú, ég ætti þarna pakka samkvæmt tölvunni, svo kom einhver svipur á afgreiðslukonuna sem gekk í nokkra hringi og tilkynnti mér að þessi pakki, frá Hljóðfærahúsinu frá miðjum september, væri áreiðanlega kominn til skila. Ég kannaðist við það, fékk að kvitta fyrir honum, og gekk svo út bókarlaus.

Svo kom helgin. Ég las upp úr bókinni á bókmenntaráðstefnu á vegum Háskólasetursins í Edinborgarhúsinu – eða, ég las auðvitað bara úr einhverju útprenti – og gekk bara vel, „gerður var góður rómur að“ og það allt saman, og virtist engan trufla nema mig að þetta væri bara ómerkilegt útprent.

Hans Blær

Í morgun mætti ég svo aftur á pósthúsið við opnun og þar beið hún mín. Ég hélt ég yrði kannski minna viðþolslaus af að fá hana í hendurnar en svo er ekki, þetta er eiginlega bara verra, nú liggur hún þarna, þetta eina eintak (restin er enn í skipinu á leið frá Þýskalandi), og við störum hvert á annað, ég á hana og hún á mig. Það var ekki einu sinni vinnandi svo ég fór bara að taka til, raða bókunum í ljóðabókahillunni minni og taka utan af ólesnum TLS tölublöðum. Furðu erfiður dagur – í mér eru allar tilfinningarnar í einu og kannski er ég mest bara einhvern veginn lúinn.

Já og svo vann ég – eða Óratorrek, réttara sagt – Menningarverðlaun DV á föstudag. Mér skilst að ég fái sent viðurkenningarskjal og þarf þá að gera pláss á grobbveggnum mínum.

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Lommi var að skamma mig fyrir að blogga ekki lengur á mánudögum. Hann er ekki á Facebook – þar sem ég er fram að jólum til að „vekja athygli á bókinni“. En það þýðir ekki að ég megi vanrækja lesandann

Það sló mig fyrir helgi að það væri engin stemning fyrir þessu jólabókaflóði – ekki í kringum mig að minnsta kosti. Það hefur enginn mælt persónulega með einni einustu nýrri bók við mig og ég heyri en

By this stage of reflection, it seems that, for Aristotle, the value of our reflection on the best life is that it induces a kind of being-unto-death. It creates a fantasy of a release from the ordina

Einlægur Önd_edited.png