Untitled

Ég er farinn að halda að listin lifi ekki af pólitík samtímans. Í það minnsta er ljóðlistin farin að láta á sjá. Pólitísk ljóð samtímans – í merkingunni síðustu vikna – eru einsog skopstæling á forminu. Mér líður einsog ég sé staddur í Southpark þætti t.d. þegar ég hlusta á þetta. Með fullri virðingu fyrir málstöðunum öllum, sem ég meira og minna styð.

***

Sem er reyndar ekki slæmt. Southpark eru oft fínir. En vandræðalegt þegar manni finnst einsog það hafi alls ekki verið meiningin.

***

Einsog Taylor Mali orti um árið í How To Write A Political Poem:

Mix current events with platitudes of empowerment. Wrap up in rhyme or rhyme it up in rap until it sounds true.

***

Annars lifir samtíminn – þessi skegglausa og sköllótta rímöld – nú ýmislegt af. Að minnsta kosti hingað til. Ég veit ekki alveg á hvaða stigi brestirnir verða of miklir. Ætli það sé einhver golfstraumur í ljóðlistinni – sem getur vikið af leið og breytt landinu í auðn ef ekki er hlúð að loftslagsmálum fagurfræðinnar?

***

Mér gengur ekkert að einbeita mér að vinnunni reyndar. Kannski hefur það með loftslagsmálin að gera líka.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png