top of page

Untitled

Í sósíalismanum eru það ekki bara sjóræningjasíðurnar sem ógna allsherjarreglu heldur líka samfélagsmiðlarnir (í kapítalismanum höfum við meiri áhyggjur af upplausn fjármagns en upplausn félagsvitundar, í markaðssósíalismanum þarf að hafa kontról á hvorutveggja). Facebook er auðvitað bannað, en það er jafnvel einfaldara að fara framhjá því banni en afritunarvörnum íslenskra rafbóka – ég hef varla séð neinn taka upp síma eða opna fartölvu í þessu landi án þess að þar sé Facebook opið. Twitter og Google Plus eru líka bönnuð á sama hátt. Raunar viðurkennir ríkisstjórnin alls ekki að hún hafi bannað félagsmiðla – kennir einhverjum öðrum um, man ekki alveg hverjum, útlendingum – ekki frekar en Pressan og miðlar hennar gangast við að hanga í sama ættartré og Framsóknarflokkurinn. Eitt og annað fleira er svo bannað – alls konar spjallforrit, heimasíður mannréttindasamtaka og auðvitað heimsvaldasinnarnir á BBC. Mér skilst að ástandið sé svo verst þegar kemur að miðlum á víetnömsku – miðlar á ensku geta gagnrýnt yfirvöld upp að vissu marki án þess að lenda í veseni en miðlar á víetnömsku mega víst ekki halla á hana máli að nokkru leyti án þess að vera lokað tafarlaust.

natturulogmalin.jpg

Fáðu tilkynningu þegar
bloggið er uppfært:

bottom of page