Um yfirgengilegt orðaval og yfirfærða merkingu

Hefurðu einhvern tíma verið alveg að drepast í tánni? Hefurðu einhvern tíma rústað einhverjum í Olsen Olsen? Einhvern tíma verið kjöldregin(n) eða stungin(n) í bakið? Lesið bók sem var sannkallað pungspark? Hefurðu einhvern tíma lesið bók sem gerði það að verkum að þú morknaðir öll/allur að innan? Einhvern tíma heyrt einhvern syngja svo falskt að þú hreinlega dóst innra með þér? Einhver tíma dáið úr hlátri? Sprungið úr hlátri?

Ég þekki einn mann, frænda vinar míns sem á heima í Njarðvík, sem drapst í tánni eftir að hafa verið rústað í Olsen, kjöldreginn, stunginn í bakið svo hann morknaði að innan (af bóklestri) og drapst síðan og sprakk úr hlátri. Og ég er ekki viss um að honum finnist hið óvarlega orðaval sem alltof oft er haft um trámatískar upplifanir fólks – sérstaklega upplifanir sem maður hefur enga reynslu af sjálfur – sérstaklega sniðugt.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

0 views0 comments

Recent Posts

See All
Einlægur Önd_edited.png